Mannauður
Hjá Náttúruverndarstofnun starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarða og friðlýstrasvæða.
Störf í boði
Almenn umsókn
−Viltu vera á skrá hjá okkur?
Almenn auglýsing
Viltu vera á skrá hjá Náttúruverndarstofnun ef starf við þitt hæfi býðst? Mikilvægt er að taka fram í umsókninni hvar á landinu þú kýst að starfa og hvernig starfi þú leitar að. Vinsamlegast athugaðu að almennum umsóknum verður ekki svarað sérstaklega. Eingöngu verður haft samband við umsækjendur ef starf við hæfi býðst og viðkomandi boðið í viðtal.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hjá okkur bjóðast fjölbreytt störf við náttúruvernd svo sem landvarsla víða um land, sérfræðings- og stjórnunarstörf. Verkefni og ábygð eru mismunandi eftir störfum.
Hæfniskröfur
Við leitum einkum að starfsmönnum sem búa yfir samskiptahæfni, þjónustulund, stundvísi og umhverfisvitund. Tungumálaþekking kemur oft að góðum notum sem og vinnuvélaréttindi og skyndihjálparréttindi þótt þau séu ekki krafa.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Vinsamlegast athugaðu að allar ótímabundnar stöður hjá stofnuninni eru auglýstar og nauðsynlegt að sækja um þær sérstaklega.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2026
Nánari upplýsingar veitir
Ragnheiður Björgvinsdóttir - ragnheidur.bjorgvinsdottir@nattura.is - 5566800
Ýttur hér til að sækja um: Ráðningarkerfi | Sign In