Til baka
18 mars 2025
Hreindýraútdráttur 2025

Umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr rann út á miðnætti mánudaginn 3. mars síðastliðinn.
Dregið verður úr umsóknum um hreindýraveiðileyfi í streymi föstudaginn 21. mars klukkan 17.00
Hlekkur á streymi.
Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur veiðimenn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi. Alls bárust 2.433 umsóknir. Kvótinn í ár er samtals 665 dýr, 400 tarfar og 265 kýr. Í ár eru 79 veiðimenn á fimmskiptalista.
Fyrirkomulag útdráttarins er einfalt. Allir sem sækja um fá úthlutað handahófskenndu númeri í útdrættinum sem getur verið á bilinu 1 til 100.000. Þeir sem fá lægstu númerin ganga fyrir í útdrættinum á hverju veiðisvæði fyrir sig. Ef kvótinn hljóðar upp á 100 dýr á svæðinu eru það einfaldlega þeir sem eru með 100 lægstu númerin sem fá veiðileyfi. Röð á biðlista ræðst af sama fyrirkomulagi.
Vakin er sérstök athygli á að greiða þarf veiðileyfið að fullu ekki síðar en þriðjudaginn 15. apríl. Tilgangurinn er að hægt sé að byrja fyrr að úthluta veiðileyfum af biðlista.
Allir sem fá úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa einnig að standast skotpróf fyrir 1. júlí en heimilt er að reyna þrisvar sinnum við skotprófið. Standist menn ekki skotprófið er veiðileyfinu úthlutað til næsta manns á biðlista