Til baka

4 apríl 2025

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Hverfjall í kynningu

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Hverfjall í Mývatnssveit hefur nú verið lögð fram til kynningar næstu 6 vikurnar. 

Hverfjall er friðlýst sem náttúruvætti samkvæmt auglýsingu númer 1391/2024 þar sem finna má þær reglur sem gilda á  svæðinu. Upphaflega var gígurinn friðlýstur árið 2011 með auglýsingu númer 1261/2011. Friðlýsin Hverfjalls er í samræmi við 48. gr. laga um náttúruvernd sem samsvarar alþjóðlegum verndarflokki III hjá IUCN. Áætlunin er unnin af fulltrúum Náttúruverndarstofnunar og landeigenda.  
 
Meginmarkmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára. 
 
Áætlunin er sett fram í samræmi við 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. 
 
Óskað er eftir athugasemdum frá almenningi við drög að áætluninni en aðkoma hagsmunaaðila er mikilvægur þáttur til að skapa sátt um daglegan rekstur og framtíð friðlýstra svæða. Nánari upplýsingar veitir Davíð Örvar Hansson (david.o.hansson@nattura.is) eða Dagbjört Jónsdóttir (dagbjort.jonsdottir@nattura.is).

Athugasemdum skal skilað með tölvupósti til Náttúruverndarstofnunar (nattura@nattura.is) eða bréfleiðis með utanáskriftina Náttúruverndarstofnun, Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur.

Skilafrestur athugasemda er til og með 18. maí 2025. 

Hverfjall - Stjónunar- og verndaráætlun - Drög til kynningar

Hverfjall - aðgerðaráætlun