Til baka

31 mars 2025

Skilafrestur á veiðiskýrslum að renna út

Náttúruverndarstofnun vill minna veiðimenn á að skilafrestur veiðiskýrslu fyrir árið 2024 rennur út í dag. Ef veiðiskýrslu er skilað eftir 1. apríl hækkar gjaldið fyrir veiðikortið um 1.500 kr. Veiðikorthafar þurfa að skila veiðiskýrslu þótt þeir hafi ekki veitt á síðasta tímabili og jafnvel þó þeir hyggist ekki endurnýja veiðikortið.

Til að skila veiðiskýrslu er farið hér inn.

Tafir á prentun plastkorta

Vegna lokunar á skrifstofuhúsnæði Náttúruverndarstofnunar á Akureyri vegna myglu verða  tafir á afgreiðslu plastveiðikorta um ófyrirsjánlegan tíma. Unnið er hörðum höndum að koma upp nýrri skrifstofuaðastöðu og standa vonir til að hægt verði að senda kortin út um miðjan apríl. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Rafræn þjónusta er skilvirkust

Frá árinu 2016 hefur hlutfall þeirra sem vilja plastveiðikort farið ört minnkandi. Þó þróunin hafi verið í rétta átt þá er það von Náttúruverndarstofnunar að enn fjölgi í þeim hópi sem ákveður að nota bara stafrænt veiðikort. Stofnunin minnir á að skilvirkasta og besta leiðin til að fá veiðikortið er að greiða með debet- eða kreditkorti á þjónustugátt og hlaða svo stafrænu veiðikorti niður í símann.