Til baka

12 febrúar 2025

Sigurður Erlingsson ráðinn yfirlandvörður í Mývatnssveit

Sigurður Erlingsson hefur verið ráðinn yfirlandvörður hjá Náttúruverndarstofnun í Mývatnssveit og tók til starfa síðastliðin áramót.

Sigurður hefur lengst af starfað sem landvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, á hálendi og í Jökulsárgljúfrum og hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á því sviði. Einnig hefur hann starfað sem leiðsögumaður og er vel kunnugur staðháttum í Mývatnssveit.

Sigurður er með próf í búfræði og undirstöðunám í dýralækningum og býr á Grænavatni.

Við bjóðum Sigurð velkominn til starfa!