Til baka

2 apríl 2025

Opið fyrir bókanir á bílastæðum í Landmannalaugum sumarið 2025

Opnað hefur verið fyrir bókanir fyrir sumarið 2025 í Landmannalaugum. Nauðsynlegt er að eiga bókun ef stefnt er að því að koma akandi á eigin bifreið alla daga á tímabilinu 20. júní til 14. september, á milli klukkan 9 og 16. 

Bókaðu núna til að tryggja þér stæði:  www.parka.is/parking/landmannalaugar

Af hverju þarf ég að bóka bílastæði?

Landmannalaugar eru vinsælasti áfangastaður á hálendinu og yfir háannartíma sumarsins anna bílastæðin ekki þeim bílafjölda sem þangað kemur. Til að minnka umferðarteppur og bæta aðgengi var bókunarkerfi tekið upp á síðasta ári til að stjórna flæði ökutækja og bæta upplifun gesta.

Hvernig virkar kerfið?

  • Bókaðu fyrirfram: Pantaðu bílastæði áður en þú kemur til að tryggja þér pláss.
  • Takmarkað framboð: Bílastæði geta selst upp hratt, svo við mælum með að bóka tímanlega.
  • Sjálfvirk skráning: Myndavélakerfi skráir bílnúmer við komu. Vertu þó tilbúin að sýna landverði bókunina þegar þú kemur.

Ef þú kemur fyrir kl. 9:00 eða eftir kl. 16:00, þá þarftu ekki bókun. Hins vegar gildir sama þjónustugjald allan sólarhringinn fyrir öll ökutæki sem koma í Landmannalaugar. Hægt er að greiða gjaldið á staðnum í gegnum app eða greiðslugátt.