Til baka
20 febrúar 2025
Laust starf: Umsjón með innkaupum og búnaði

Náttúruverndarstofnun leitar eftir starfsmanni til að samræma innkaup á tækjum og búnaði, þar á meðal ökutækjum stofnunarinnar og greina tækifæri til hagræðingar. Leitað er að talnaglöggum einstaklingi með góða greiningarfærni og hæfni til að finna bestu lausnirnar hverju sinni. Um er að ræða nýtt starf hjá stofnuninni sem ráðið verður í til 1 árs með möguleika á framlengingu. Starfið tilheyrir fjármálasviði stofnunarinnar en krefst mikillar samvinnu við starfsfólk um allt land.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 3. mars 2025.
Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs: