Til baka

7 febrúar 2025

Bílastæðabókanir í Landmannalaugum 2025

Álagsstýring í Landmannalaugum 2025

Náttúruverndarstofnun mun opna fyrir bókanir á bílastæðum í Landmannalaugum þann 1. apríl 2025. Nauðsynlegt verður að bóka bílastæði fyrirfram alla daga á tímabilinu 20. júní til 14. september í sumar, á milli kl. 9 og 16.


Hægt verður að bóka bílastæði á nattura.is og á síðu Parka, https://parka.is/parking/landmannalaugar/.

 

Um er að ræða álagsstýringu sem fyrst var gripið til á síðasta ári í kjölfar mikillar bílaumferðar og daglegra umferðarhnúta við Landmannalaugar.

 

Bókanir og þjónustugjald

 

Sú breyting verður frá síðasta ári að þjónustugjald verður nú tekið af öllum bifreiðum sem koma til Landmannalauga í sumar, frá opnun fjallvega og fram á haust. Samhliða því verður aðstöðugjald Ferðafélags Íslands nú innifalið í þjónustugjaldinu, sem tryggir öllum gestum aðgengi að salernum og aðstöðu til fataskipta í Landmannalaugum.

 

Þjónustugjaldið er greitt þegar bókun er gerð, en þau sem koma til Landmannalauga án bókana munu geta greitt fyrir dvöl sína eftir á.

 

Eins og á síðasta ári verður bókana einungis þörf við komu, óháð því hve lengi er dvalið inná svæðinu.

 

Þjónustugjald í Landmannalaugum sumarið 2025 verður rukkað á hverja bifreið og verður eftirfarandi:

 

1-5 farþegar: 1.200 kr

6-9 farþegar: 2.000 kr

10-19 farþegar: 4.500 kr

20-32 farþegar: 8.000 kr

33+ farþegar: 14.000 kr