Til baka
27 febrúar 2025
Ásýnd Náttúruverndarstofnunar kynnt

Á opnunarhátíð Náttúruverndarstofnunar, sem var haldin í dag á Hvolsvelli, 27. febrúar, var ásýnd og merki stofununarinnar kynnt.
Hönnunarstofan Strik var fengin til að skapa ímynd og sjónrænt einkenni fyrir stofnunina þar sem virðing fyrir náttúrunni var höfð að leiðarljósi.
Litapalletan er innblásin af íslenskri náttúru, en einkennisliturinn er grænn ásamt stoðlitum sem veita fjölbreytni og sveigjanleika í noktun.
Merkið sjálft byggir á samhverfu tveggja forma sem tákna jafnvægi náttúrunnar. Hægt er að sjá bókstafinn „N‘‘ en einnig er hægt að sjá tvö spegluð laufblöð sem heiðrar merki sem Kristín Þorkelsdóttir gerði fyrir Náttúruverndarráð.

Myndheimurinn sem fylgir með stílfærir íslenska flóru og fánu í nútímalegum úrskurðarstíl. Hægt er að nota hann á fjölbreyttan hátt í útgáfu sem og á vefðmiðlum stofnunarinnar.

Hér má sjá hvernig merkið virkar með öðrum merkjum innan stofnunarinnar, það er merkjum Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs