Til baka

17 febrúar 2025

Áform um friðlýsingu hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit

Náttúruverndarstofnun, ásamt landeigendum Voga, kynnir hér með áform um friðlýsingu hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit sem náttúruvé og náttúruvætti í samræmi við 45.gr. og 48. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. 

Markmið friðlýsingarinnar er að stuðla að vernd jarðfræðilegrar fjölbreytni og vernda helli sem er einstakur á heimsvísu.

Nánari upplýsingar má finna hér. 

 

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 19. mars 2025. Athugasemdum má skila með tölvupósti á netfangið nattura@nattura.is eða með pósti til Náttúruverndarstofnunar, Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ. 

Frekari upplýsingar veita Davíð Örvar Hansson, david.o.hansson@nattura.is og Dagbjört Jónsdóttir, dagbjort.jonsdottir@nattura.is eða í síma 55 66 800.