Laugardaginn 18. september munu frumkvöðlar, sprotafyrirtæki, smærri og meðalstór fyrirtæki fá tækifæri til að hitta fulltrúa alþjóðlegra fjárfesta og sérfræðinga í styrkveitingum til samgöngumála sem haldin verður í tengslum við ráðstefnuna Driving Sustainability í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, eða O2 húsinu við Ofanleiti 2.
Skráning er á Facebook.

Aðilar m.a. frá samgöngunefnd norræna ráðherraráðsins og Evrópuráðinu munu kynna sín næstu köll á sviði orku og samgangna, vera með bása og aðstoða fólk við að tengja verkefni þess við önnur fyrirtæki og veita upplýsingar varðandi umsóknarferli styrkja. 

Driving Sustainability mun í samstarfi við Klak, velja nokkur íslensk verkefni þar sem forsvarsmönnum þeirra býðst að kynna verkefnin á ráðstefnunni og ná þannig vonandi athygli hugsanlegra samstarfsaðila og/eða fjárfesta. Hægt er að skrá verkefnin sín á SMART “crowd-sourcing” síðu en þar geta menn sent inn hugmyndir og álit á öðrum hugmyndum. Sjá nánar hér.

Birt:
10. september 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „SMART dagurinn á Driving Sustainability“, Náttúran.is: 10. september 2010 URL: http://nattura.is/d/2010/09/10/smart-dagurinn-driving-sustainability/ [Skoðað:25. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: