Grænt Íslandskort en samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands en kortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli leit Náttúran.is að viðskiptatækifærum, fyrirtækjum, vörum og þjónustu sem talist geta sjálfbær, umhverfisvæn eða á einhvern hátt hlekkur í grænni vitundarvakningu hér á landi. Þessir aðilar hafa verið flokkaðir í 106 flokka á Græna kortinu, auk þess sem þeir eru skilgreindir og skráðir á Grænar síður sem er grunnurinn fyrir Græna Íslandskortið. Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is, á ensku á Nature.is og á þýsku á Natur.is í samhengi við það gríðarlega magn af umhverfisupplýsingum, vottunartengingum og efnisgreinum sem tengjast viðkomandi á einn eða annan hátt.

Náttúran.is starfar eftir þeirri sannfæringu að með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda sé hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn. Ef allir velja frekar umhverfisvænar lausnir næst árangur, annars ekki.

Skoða Græna Íslandskortið.

Birt:
5. desember 2012
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Grænt Íslandskort - grænu lausnirnar á öllu landinu“, Náttúran.is: 5. desember 2012 URL: http://nattura.is/d/2008/10/29/graena-kortio-kynning/ [Skoðað:19. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. október 2008
breytt: 5. desember 2012

Skilaboð: