Vegna fjölda fyrirspurna um hvort að Náttúran.is hafi kennsluefni s.s. plaköt og myndir sem nýst gætu til kennslu og upplýsingagjafar, utan vefsins, bjóðum við nú upp á að afhenda sérsniðin plaköt með því mynd- og textaefni sem óskað er eftir. Plakötin geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum.

Einnig er hægt að fá kynningar til félaga, fyrirtækja, stofnana og skóla og er kynningin þá sérsniðin að áhugasviði eða þörfum hvers hóps fyrir sig. Vægt gjald er tekið fyrir sérhannað prentað efni og kynningar út um allt land. Hlökkum til að heyra frá ykkur! Netfang er nature@nature.is og símar 483 1500 og 863 5490.

Við minnum einnig á að Náttúruspilin eru tilvalið kennslutæki fyrir alla aldurshópa. Vorið 2009 var öllum grunn- og framhaldsskólum í landinu og í apríl sl. öllum leikskólum sendur stokkur af Náttúruspilum að gjöf en Menntamálaráðuneytið tók þátt í kostnaðinum með styrkframlagi í bæði skiptin. Sjá Náttúruspilin hér á Náttúrumarkaðinum. Einnig er hægt að fá Græna Reykjavíkurkortið sem við gáfum nýverið út, en um þessar mundir er verið að dreifa kortunum til alla skóla á grænni grein í Reykjavík. Á bakhlið kortsins er veggmynd af fræðsluþættinum Húsið og umhverfið.

Birt:
9. nóvember 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is býður upp á þjónustu með kynningar og fræðsluefni“, Náttúran.is: 9. nóvember 2011 URL: http://nattura.is/d/2008/09/13/ny-thjonusta-natturan-meo-kynningarefni/ [Skoðað:21. maí 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. september 2008
breytt: 9. nóvember 2011

Skilaboð: