Lyktin í eldhúsinu: Til að koma í veg fyrir vonda lykt í eldhúsinu er gott að leggja appelsínubörk á heita eldavélahellu.
Fallegir gluggar með salti: Til þess að fá gluggana til að vera sérstaklega fallega er ráðlagt að bæta salti út í sápuvatnið.
Stálull gegn rispum: Fjarlægja má rispur í timburgólfum með stálull sem dýft er í vaxbón.
Glansandi baðkar: Þvoið baðkarið með blöndu af ediki og salti.
Kókafgangar: Hellið afgöngunum í klósettið því það hefur hreinsandi áhrif.

Birt:
8. apríl 2011
Höfundur:
Siiri Lomb
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Siiri Lomb „Vistvæn húsráð“, Náttúran.is: 8. apríl 2011 URL: http://nattura.is/d/2007/05/17/umhvefisvn-hsr/ [Skoðað:22. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 20. maí 2014

Skilaboð: